Náttúra - upplifun - listir

Pantaðu námskeið fyrir hópinn þinn. Og þú færð íslenskt náttúruævintýri sniðið að þínum þörfum.

Sérsniðið fyrir þinn hóp

Ukulele námskeið

Samvera - samspil - listir í náttúru

 

Listnámskeið fyrir börn, fullorðna og fjölskyldur

Sumar 2020

UKULELE Á SUMARKVÖLDI

5 VIKUR.  Miðvikudaga, 19:45-21:15,  24.júní - 22.júlí  2020, 
Verð 24.000kr.  20% fjölskylduafsláttur.

​Námskeið fyrir börn, fullorðna og fjölskyldur. Þátttakendur læra á ukulele í hvetjandi félagsskap og nærandi tengingu við land og töfrandi staði í Reykjavík og nágrenni. Sannkallað sumarævintýri í samtali við náttúruöflin með rými fyrir hið óvænta. 


Berglind Björgúlfsdóttir leiðir hópinn með leiðarljósinu upplifun - náttúra - listir sem uppskrift að útinámi í hlýlegri samveru. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg, en sönggleði kemur sér vel. Einstök náttúruupplifun í nýju umhverfi í hvert sinn og verða nánari staðsetningar tilkynntar síðar. Þátttakendur koma klæddir eftir veðri.

Skráning á samleikur@gmail.com.

VAGG OG VÍSUR

TVISVAR Í VIKU. Miðvikudaga og föstudaga 
9:20 - 10:10  eða 10:30 -11:15, 45 mín.
4 SKIPTI,  14.500kr. 24.júní-3.júlí  2020
4 SKIPTI,  14.500kr. 5. - 14.ágúst 2020

VAGG OG VÍSUR í Grasagarðinum Laugardal fyrir fullorðna og ungabörn. Útisamvera, hreyfing og náttúruupplifun með söng, fuglasöng, tónlist, dansi og hljóðfæraslætti sem eykur tengsl og örvar skilningarvit barna. Viðfangsefni sótt í brunn íslenskrar menningararfleiðar og í fjölmenningu. Spilað á bjöllur í litla Skálanum, sungið, spilað og stigin dansspor í skjóli trjánna. Hressandi og hugljúft námskeið sem lyftir andanum og ýtir undir tilfinninga- og hreyfiþroska ungbarna.

Skráning á samleikur@gmail.com.

 

UKULELE ÆVINTÝRI Á ÁLAFOSSI

VIKUNÁMSKEIРfyrir börn í júní og júlí. 

Verð 22.000kr. 20% systkinaafsláttur. 

Ukulelenám fyrir byrjendur. Vikunámskeið fyrir börn 6 – 12 ára.
Skemmtilegt ukulelenám, tónlistarleikir og náttúruupplifun. Tónlistarsköpun í nærandi umhverfi. Þátttakendur læra hljóma og undirleiksmynstur með sönglögum. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg, en sönggleði kemur sér vel.
Álafossvegi 23, 3.hæð.

Námskeið fyrir börn 6 - 12 ára
13:00 - 16:00     29.júní - 3.júlí 2020


 Hámark 10 nemendur í hóp.

 

TÓNLIST OG NÁTTÚRULIST

Á LAUGARDEGI, 11:00 - 16:00.  11.júlí eða 8.ágúst.  

Verð: Fullorðinn 12.000kr. Börn 4000kr. 25% afsláttur fyrir systkini og/eða foreldra. 

Námskeiðið er fyrir allan aldur. Á námskeiðinu verða keðjusöngvar, klappleikir, spilað á ásláttarhljóðfæri, strengjahljóðfæri og skapaðir fallegir bjölluhljómar við ýmis lög.


Útivera og sköpun í náttúru með virðingu við umhverfið.  Unnin verða náttúru-listaverk úr þeim efnivið sem landið hefur uppá að bjóða og skapaðar svokallaðar mandölur. Þannig verður augnablikið sett í mynd með fallegum ásetningi, en myndin sameinast aftur náttúrunni.


Léttleiki og gleði verða í fyrirrúmi. Þetta verður samvinna, samvera og samhljómur í takt við náttúrukrafta.

Tvö námskeið:

Laugardag 11.júlí  2020.  11:00 - 16:00 

Laugardag 8.ágúst 2020. 11:00 - 16:00

Nánari staðsetning í Reykjavík auglýst síðar.

 

Ukulele úti - námskeið fyrir kennara

MÁNUDAG 17.ágúst og ÞRIÐJUDAG 18.ágúst 2020  Kl. 13:00 - 16:00.                    Verð 27.000kr.

Ukulele úti, er námskeið fyrir kennara, leikskólakennara, leiðbeinendur og aðra þá sem vilja auðga skólastarf með ukulele og útinámi. Boðið er uppá hljóðfæranám í hvetjandi félagsskap og umhverfi. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg, en sönggleði kemur sér vel. Þátttakendur fá rými og tíma til að bæta við söngröddina ukuleletöfrum, sem nýtast vel í starfi með börnum. Kynnt verður hugmyndin: Upplifun - náttúra - listir sem uppskrift að útinámi. Þátttakendur fá að upplifa náttúru á höfuðborgar-svæðinu og finna á eigin skinni mikilvægi sveigjanleika og þess að gefa pláss fyrir hið óvænta í útinámi. Þetta er óvissuferð í tengingu við land og töfrandi staði í Reykjavík og nágrenni og verða nánari staðsetningar tilkynntar síðar.
Þátttakendur koma klæddir eftir veðri. 
(Hægt er að nýta sjóði stéttarfélaga og skipta greiðslum).

 

TRYGGÐU ÞÉR GJAFAKORT - Listnám í náttúrutengingu, nærandi stundir. Gefðu samveru og upplifun.

 

Ummæli

"Berglind er einlæg og tær í samskiptum við börnin. Takk fyrir minn mann, Jakob 5ára, sem spilaði undir afmælissönginn í afmælinu sínu á laugardaginn."

"Berglind er góður kennari og leggur mikið upp úr því að upplifun barnanna sé jákvæð og uppbyggjandi. Það gerir hún með því að blanda saman leik, jarðtengingu og kennslu." 

"Þetta námskeið fór fram úr mínum bestu væntingum" !!!

 

Gefðu samveru og upplifun

Álafossvegur 23, 270 Mosfellsbær

6607661

Screen%25252520Shot%252525202020-03-23%25252520at%2525252013_edited_edited_edited.jpg
 
IMG-5252_edited.jpg

Berglind Björgúlfsdóttir

Stofnandi Samleiks

Berglind Björgúlfsdóttir er tónlistarmiðlari, söngkona, kennari og frumkvöðull. Hún hefur víðtæka menntun og reynslu af tónlistaruppeldi með börnum og fjölskyldum.

Hún útskrifaðist með BA í söng frá Mills College við San Fransisco-flóa í Kaliforníu og MA í listkennslufræðum frá Listaháskóla Íslands.


Berglind hefur haldið tónleika víða hérlendis og erlendis og stjórnað fiölmörgum barnakórum. Hún hefur unnið sem verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg í að tengja leikskóla og grunnskóla í verkefni um útinám og læsi og markvisst tengt útinám og tónmennt í Lágafellsskóla, einnig útinám, handverk og myndlist í Barnaskóla Hjallastefnunnar. Á þessu ári hefur hún unnið að skólaþróun í alþjóðaskóla í Marokkó.


Fjölskyldu- og barnvæn námskeið hennar, sem og kennaranámskeið, hafa vakið lukku bæði hér heima og erlendis.

 

Einkunnarorð Samleiks

Listir - náttúra - upplifun

 

Samleikur

Skapandi vettvangur fyrir börn, fullorðna og fjöskyldur

 

Allir þurfa tækifæri til að dansa, syngja, hlusta, vera skapandi og tjá sig í leik en það er sérstaklega mikilvægt fyrir þroska barna.

 

Tónlistarupplifun er þroskandi

Vagg og vísur

 

6607661

©2019 by Samleikur. Proudly created with Wix.com

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now
View of Meditation Garden