Náttúra - upplifun - listir

Pantaðu námskeið fyrir hópinn þinn. Og þú færð íslenskt náttúruævintýri sniðið að þínum þörfum.

IMG_7885.JPG
IMG_E8014.jpg
IMG_7922.jpg

Sérsniðið fyrir þinn hóp

Ukulele námskeið

Samvera - samspil - listir í náttúru

 

Kvennahringur í hálendisperlu

Lónsöræfi

Leitað inn á við í faðmi náttúrunnar.

Þriggja daga ferð 14.- 16.ágúst 2020 

Gist í skálanum Aski undir Eskifelli í skjóli Vatnajökuls.

Tónar - möntrur - ilmkjarnaolíur frá Marokkó - jurtaríki - steinaríki - sköpun - jógateygjur - öndunaræfingar  - gangandi hugleiðslur - sjálfstyrking - hjartaopnandi Maya kakaó - hópefli - skógarböð - gagnræður - eldar - spáspil

Berglind Björgúlfsdóttir leiðir og veitir innblástur í þessari ferð í tengingu við óbilandi krafta öræfanna. Berglind notar shamanískar leiðir, úr arfleifð Inka, þar sem unnið er markvisst með náttúrunni að heilindum og samhljómi við sköpunarverkið.

Heilsuferð í léttleika og gleði með næringu fyrir líkama og sál. Rými verður gefið fyrir hið óvænta í samhljómi við náttúruöflin. Göngum eftir veðri og vindum og kynnumst töfrum Stafafellsfjalla sem er vin í óbyggðum. Við leyfum okkur að staldra við og dvelja með krafti landsins, við gljúfur og gil umlukin jöklum og stórskornum ævafornum eldstöðvum. Náttúran heilar og nærir; höfuðkraftarnir eldur - vatn - loft - jörð hjálpa við að losa það sem þjónar ekki tilgangi lengur. Frábært tækifæri til að hlúa að sjálfum sér og upplifa stórbrotnar óbyggðir í einlægni, frelsi og stundum í einveru.

Verð 36.000kr,  sérstakur kynningarafsláttur 30.600kr. þrír dagar  

  

Innifalið í verði: fararstjórn, gisting í tvær nætur, rútuferðir yfir Jökulsá í Lóni, Maya kakaó, morgun- og kvöldverður (fiskur, grænmeti, kræsingar úr nærumhverfi), kaffi og te.

(Hægt að nýta sjóði stéttarfélaga og skipta greiðslum.)

Skráning á samleikur@gmail.com

Staðfestingargjald 11.000kr. Upplýsingar í síma 660-7661


Gróf dagskrá, birt með fyrirvara um breytingar:

Stuttar göngur en staldrað við til að skapa, íhuga, baða sig, njóta einveru, gera æfingar eða dreypa á Maya kakaói með fallegum ásetningi. 

Dagur 1 

Brottför frá Stafafellskirkju kl. 9:00, föstudaginn 14.ágúst. Áætlaður komutími í skála 10:00,  11:00 Kvennahringur opnaður,  hópefli, gengið að eyðibýlum og útsýnispunkti á Eskifelli.  (2-4 klst. ganga). Gagnræður, sköpun og sjálfsvinna. 

Dagur 2

Öndunaræfingar, jógateygjur, 10:00 gengið umhverfis Stórahnaus og skoðuð litadýrð líparíts í giljum. (2-3klst. ganga). Hugleiðslur, æfingar, sköpun og sjálfsvinna, eldathöfn. 

Dagur 3

Öndunaræfingar, teygjur, kvennahring lokað, skáli þrifinn. 10:00 Gengið í átt til byggða yfir göngubrú á Jökulsá í Lóni sem leið liggur í gegnum Austurskóga. 10km. (2-3klst. ganga). Rúta sækir hópinn í sumarbústaðahverfi. Komið aftur að Stafafelli sunnudaginn 16.ágúst kl.13:30. Sundferð og borðað á Höfn áður en leiðir skiljast. :))

 

Listnámskeið fyrir börn, fullorðna og fjölskyldur

Sumar 2020

UKULELE Á SUMARKVÖLDI

5 VIKUR.  Miðvikudaga, 19:45-21:15,  24.júní - 22.júlí  2020, 
Verð 24.000kr.  20% fjölskylduafsláttur.

​Námskeið fyrir börn, fullorðna og fjölskyldur. Þátttakendur læra á ukulele í hvetjandi félagsskap og nærandi tengingu við land og töfrandi staði í Reykjavík og nágrenni. Sannkallað sumarævintýri í samtali við náttúruöflin með rými fyrir hið óvænta. 


Berglind Björgúlfsdóttir leiðir hópinn með leiðarljósinu upplifun - náttúra - listir sem uppskrift að útinámi í hlýlegri samveru. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg, en sönggleði kemur sér vel. Einstök náttúruupplifun í nýju umhverfi í hvert sinn og verða nánari staðsetningar tilkynntar síðar. Þátttakendur koma klæddir eftir veðri.

Skráning á samleikur@gmail.com.

IMG_3908_edited_edited_edited.jpg
IMG_7931.jpg

VAGG OG VÍSUR

TVISVAR Í VIKU. Miðvikudaga og föstudaga 
9:20 - 10:10  eða 10:30 -11:15, 45 mín.
4 SKIPTI,  14.500kr. 24.júní-3.júlí  2020
4 SKIPTI,  14.500kr. 5. - 14.ágúst 2020

VAGG OG VÍSUR í Grasagarðinum Laugardal fyrir fullorðna og ungabörn. Útisamvera, hreyfing og náttúruupplifun með söng, fuglasöng, tónlist, dansi og hljóðfæraslætti sem eykur tengsl og örvar skilningarvit barna. Viðfangsefni sótt í brunn íslenskrar menningararfleiðar og í fjölmenningu. Spilað á bjöllur í litla Skálanum, sungið, spilað og stigin dansspor í skjóli trjánna. Hressandi og hugljúft námskeið sem lyftir andanum og ýtir undir tilfinninga- og hreyfiþroska ungbarna.

Skráning á samleikur@gmail.com.

 

UKULELE ÆVINTÝRI Á ÁLAFOSSI

VIKUNÁMSKEIРfyrir börn í júní, júlí og ágúst. 

Verð 22.000kr. 20% systkinaafsláttur. 

Ukulelenám fyrir byrjendur. Vikunámskeið fyrir börn 6 – 12 ára.
Skemmtilegt ukulelenám, tónlistarleikir og náttúruupplifun. Tónlistarsköpun í nærandi umhverfi. Þátttakendur læra hljóma og undirleiksmynstur með sönglögum. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg, en sönggleði kemur sér vel.
Álafossvegi 23, 3.hæð.

Námskeið fyrir börn 6 - 12 ára
9:00 - 12:00     17. - 21.ágúst 2020


 Hámark 10 nemendur í hóp.

image.jpg
 

TÓNLIST OG NÁTTÚRULIST

Á LAUGARDEGI, 11:00 - 16:00.  11.júlí eða 8.ágúst.  

Verð: Fullorðinn 12.000kr. Börn 4000kr. 25% afsláttur fyrir systkini og/eða foreldra. 

Námskeiðið er fyrir allan aldur. Á námskeiðinu verða keðjusöngvar, klappleikir, spilað á ásláttarhljóðfæri, strengjahljóðfæri og skapaðir fallegir bjölluhljómar við ýmis lög.


Útivera og sköpun í náttúru með virðingu við umhverfið.  Unnin verða náttúru-listaverk úr þeim efnivið sem landið hefur uppá að bjóða og skapaðar svokallaðar mandölur. Þannig verður augnablikið sett í mynd með fallegum ásetningi, en myndin sameinast aftur náttúrunni.


Léttleiki og gleði verða í fyrirrúmi. Þetta verður samvinna, samvera og samhljómur í takt við náttúrukrafta.

Tvö námskeið:

Laugardag 11.júlí  2020.  11:00 - 16:00 

Laugardag 8.ágúst 2020. 11:00 - 16:00

Nánari staðsetning í Reykjavík auglýst síðar.

IMG_6424.jpg
 

Ukulele úti - námskeið fyrir kennara

MÁNUDAG 17.ágúst og ÞRIÐJUDAG 18.ágúst 2020  Kl. 13:00 - 16:00.                    Verð 27.000kr.

Ukulele úti, er námskeið fyrir kennara, leikskólakennara, leiðbeinendur og aðra þá sem vilja auðga skólastarf með ukulele og útinámi. Boðið er uppá hljóðfæranám í hvetjandi félagsskap og umhverfi. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg, en sönggleði kemur sér vel. Þátttakendur fá rými og tíma til að bæta við söngröddina ukuleletöfrum, sem nýtast vel í starfi með börnum. Kynnt verður hugmyndin: Upplifun - náttúra - listir sem uppskrift að útinámi. Þátttakendur fá að upplifa náttúru á höfuðborgar-svæðinu og finna á eigin skinni mikilvægi sveigjanleika og þess að gefa pláss fyrir hið óvænta í útinámi. Þetta er óvissuferð í tengingu við land og töfrandi staði í Reykjavík og nágrenni og verða nánari staðsetningar tilkynntar síðar.
Þátttakendur koma klæddir eftir veðri. 
(Hægt er að nýta sjóði stéttarfélaga og skipta greiðslum).

Screen Shot 2020-05-21 at 16.46.40.jpg
 

TRYGGÐU ÞÉR GJAFAKORT - Listnám í náttúrutengingu, nærandi stundir. Gefðu samveru og upplifun.

IMG_5029_edited.jpg
110301325_304462997575526_16380143009300
 

Ummæli

 

"Berglind er einlæg og tær í samskiptum við börnin. Takk fyrir minn mann, Jakob 5ára, sem spilaði undir afmælissönginn í afmælinu sínu á laugardaginn."

Gefðu samveru og upplifun

Álafossvegur 23, 270 Mosfellsbær

6607661

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
Screen%25252520Shot%252525202020-03-23%25252520at%2525252013_edited_edited_edited.jpg
 

Berglind Björgúlfsdóttir

Stofnandi Samleiks

Berglind Björgúlfsdóttir er tónlistarmiðlari, söngkona, kennari og frumkvöðull. Hún hefur víðtæka menntun og reynslu af tónlistaruppeldi með börnum og fjölskyldum.

Hún útskrifaðist með BA í söng frá Mills College við San Fransisco-flóa í Kaliforníu og MA í listkennslufræðum frá Listaháskóla Íslands.


Berglind hefur haldið tónleika víða hérlendis og erlendis og stjórnað fiölmörgum barnakórum. Hún hefur unnið sem verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg í að tengja leikskóla og grunnskóla í verkefni um útinám og læsi og markvisst tengt útinám og tónmennt í Lágafellsskóla, einnig útinám, handverk og myndlist í Barnaskóla Hjallastefnunnar. Á þessu ári hefur hún unnið að skólaþróun í alþjóðaskóla í Marokkó.


Fjölskyldu- og barnvæn námskeið hennar, sem og kennaranámskeið, hafa vakið lukku bæði hér heima og erlendis.

 

Einkunnarorð Samleiks

Listir - náttúra - upplifun

 
IMG_4320.JPG

Samleikur

Skapandi vettvangur fyrir börn, fullorðna og fjöskyldur

 

Allir þurfa tækifæri til að dansa, syngja, hlusta, vera skapandi og tjá sig í leik en það er sérstaklega mikilvægt fyrir þroska barna.

 

Tónlistarupplifun er þroskandi

Vagg og vísur

vagghopur.jpg
 

6607661

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Samleikur. Proudly created with Wix.com

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now