Náttúra - upplifun - listir

Pantaðu námskeið fyrir hópinn þinn. Og þú færð íslenskt náttúruævintýri sniðið að þínum þörfum.

P8140623_edited.jpg
IMG_E8014.jpg
IMG_7922.jpg

Sérsniðið fyrir þinn hóp

Ukulele námskeið. Einkatímar fyrir börn fullorðna eða fjölskyldur

Samvera - samspil - listir í náttúru

 

Gallery

Gyðjugiljabað.jpg
IMG_5029_edited.jpg
IMG_3908_edited_edited_edited.jpg
IMG_7931.jpg
HLke4_edited.jpg
 

Ummæli

Kvennahringur í hálendisperlu

Töfrandi gefandi syngjandi fegurð. Takk elsku Berglind fyrir að helga rýmið og spinna töfraþráðinn og skapa þannig aðstæður fyrir heilun og heilyndi (skrifað með y) hvílík dýrðarinnar ferð með dásamlegum konum. Þú ert kyngimögnuðu örlát og mjúk og sterk og fegursti söngfuglinn ♥️ og takk allar sem ein fyrir samsköpun í trausti og fegurð.

Harpa Arnardóttir

Okkur var hugleikið að standa í eigin styrk í þessari kvennaferð. Hvort sem hann birtist í mýkt, festu, ást, viðkvæmni eða öðru. Styrk íslensku konunnar, styrknum og heilindunum í sjálfri sér.
Ég færi Berglind þakkir fyrir að búa til rými til vaxtar og heilunar kvenna. Hún gerði það af mikilli næmni og fegurð.

Rannveig Þyrí Guðmundsdóttir

Algerlega ógleymanlegt. Var þetta draumur?      Soffía Sæmundsdóttir

Svona áhrif hefur Berglind, það opnast allar sköpunargáttir.    Sigurlaug Arnard.  

Kvennanáttúrukraftur í fegursta fjallasal. Berglind leiddi hópinn í mildi og einlægni. Söngur frá hjartanu og upplifanir sem gleymast seint. Næring beint í hjartastað. Mæli heilshugar með náttúrutöfrum og ferðum með Berglind.  


Sólveig Katrín

 

Kvennahringur í hálendisperlu

Lónsöræfi

Leitað inn á við í faðmi náttúrunnar.


Þriggja daga ferð 28. - 30.ágúst 2020

Þriggja daga ferð 4. - 6.sept 2020

Þriggja daga ferð 25. - 27.sept. 2020

Gist í Lóni í skjóli Vatnajökuls.

Tónar - möntrur - ilmkjarnaolíur frá Marokkó - jurtaríki - steinaríki - sköpun - jógateygjur - öndunaræfingar  - gangandi hugleiðslur - vatnsböð - sjálfstyrking - hjartaopnandi Maya kakaó - hópefli - skógarböð - gagnræður - eldar - spáspil

Berglind Björgúlfsdóttir leiðir og veitir innblástur í þessari ferð í tengingu við óbilandi krafta öræfanna. Berglind notar shamanískar leiðir, úr arfleifð Inka, þar sem unnið er markvisst með náttúrunni að heilindum og samhljómi við sköpunarverkið.

Heilsuferð í léttleika og gleði með næringu fyrir líkama og sál. Rými verður gefið fyrir hið óvænta í samhljómi við náttúruöflin. Göngum eftir veðri og vindum og kynnumst töfrum Stafafellsfjalla sem er vin í óbyggðum. Við leyfum okkur að staldra við og dvelja með krafti landsins, við gljúfur og gil umlukin jöklum og stórskornum ævafornum eldstöðvum. Náttúran heilar og nærir; höfuðkraftarnir eldur - vatn - loft - jörð hjálpa við að losa það sem þjónar ekki tilgangi lengur. Frábært tækifæri til að hlúa að sjálfum sér og upplifa stórbrotnar óbyggðir í einlægni, frelsi og stundum í einveru.

Verð 68:000kr, Sérstakur kynningarafsláttur 57.800kr

  

Innifalið í verði: fararstjórn, gisting í þrjár nætur, námskeiðsgögn, Maya kakaó, morgun- og kvöldverður (fiskur, grænmeti, kræsingar úr nærumhverfi), kaffi og te.

(Hægt að nýta sjóði stéttarfélaga og skipta greiðslum.)

Skráning á samleikur@gmail.com

Staðfestingargjald 11.000kr. Upplýsingar í síma 660-7661


Gróf dagskrá, birt með fyrirvara um breytingar:

Stuttar göngur en staldrað við til að skapa, íhuga, baða sig, njóta einveru, gera æfingar eða dreypa á Maya kakaói með fallegum ásetningi. 


Þátttakendur mæta á Stafafell í Lóni á fimmtudagskvöldi. Gist í Gamla Húsinu á Stafafelli eða Araseli.

Dagur 1

Öndunaræfingar, jógateygjur, kvennahringur opnaður,  hópefli,  2-4 klst. ganga, gagnræður, sköpun og sjálfsvinna. 

Dagur 2

Öndunaræfingar, jógateygjur, 2-3klst. ganga, hugleiðslur, æfingar, sköpun og sjálfsvinna, eldathöfn. 

Dagur 3

Öndunaræfingar, teygjur,

2-3klst ganga, kvennahring lokað og gengið frá. Brottför frá Stafafelli sunnudag kl.15.00.

 

UKULELE ÆVINTÝRI Á ÁLAFOSSI

VIKUNÁMSKEIРfyrir börn í júní, júlí og ágúst. 

Verð 22.000kr. 20% systkinaafsláttur. 

Ukulelenám fyrir byrjendur. Vikunámskeið fyrir börn 6 – 12 ára.
Skemmtilegt ukulelenám, tónlistarleikir og náttúruupplifun. Tónlistarsköpun í nærandi umhverfi. Þátttakendur læra hljóma og undirleiksmynstur með sönglögum. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg, en sönggleði kemur sér vel.
Álafossvegi 23, 3.hæð.

Námskeið fyrir börn 6 - 12 ára
9:00 - 12:00     17. - 21.ágúst 2020


 Hámark 10 nemendur í hóp.

image.jpg
 

Ukulele úti - námskeið fyrir kennara

MÁNUDAG 17.ágúst og ÞRIÐJUDAG 18.ágúst 2020  Kl. 13:00 - 16:00.                    Verð 27.000kr.

Ukulele úti, er námskeið fyrir kennara, leikskólakennara, leiðbeinendur og aðra þá sem vilja auðga skólastarf með ukulele og útinámi. Boðið er uppá hljóðfæranám í hvetjandi félagsskap og umhverfi. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg, en sönggleði kemur sér vel. Þátttakendur fá rými og tíma til að bæta við söngröddina ukuleletöfrum, sem nýtast vel í starfi með börnum. Kynnt verður hugmyndin: Upplifun - náttúra - listir sem uppskrift að útinámi. Þátttakendur fá að upplifa náttúru á höfuðborgar-svæðinu og finna á eigin skinni mikilvægi sveigjanleika og þess að gefa pláss fyrir hið óvænta í útinámi. Þetta er óvissuferð í tengingu við land og töfrandi staði í Reykjavík og nágrenni og verða nánari staðsetningar tilkynntar síðar.
Þátttakendur koma klæddir eftir veðri. 
(Hægt er að nýta sjóði stéttarfélaga og skipta greiðslum).

Screen Shot 2020-05-21 at 16.46.40.jpg
 

TRYGGÐU ÞÉR GJAFAKORT - Listnám í náttúrutengingu, nærandi stundir. Gefðu samveru og upplifun.

IMG_5029_edited.jpg
110301325_304462997575526_16380143009300
 

Ummæli

 

"Berglind er einlæg og tær í samskiptum við börnin. Takk fyrir minn mann, Jakob 5ára, sem spilaði undir afmælissönginn í afmælinu sínu á laugardaginn."

Gefðu samveru og upplifun

Álafossvegur 23, 270 Mosfellsbær

6607661

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
Screen%25252520Shot%252525202020-03-23%25252520at%2525252013_edited_edited_edited.jpg
 

Berglind Björgúlfsdóttir

Stofnandi Samleiks

Berglind Björgúlfsdóttir er tónlistarmiðlari, söngkona, kennari og frumkvöðull. Hún hefur víðtæka menntun og reynslu af tónlistaruppeldi með börnum og fjölskyldum.

Hún útskrifaðist með BA í söng frá Mills College við San Fransisco-flóa í Kaliforníu og MA í listkennslufræðum frá Listaháskóla Íslands.


Berglind hefur haldið tónleika víða hérlendis og erlendis og stjórnað fiölmörgum barnakórum. Hún hefur unnið sem verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg í að tengja leikskóla og grunnskóla í verkefni um útinám og læsi og markvisst tengt útinám og tónmennt í Lágafellsskóla, einnig útinám, handverk og myndlist í Barnaskóla Hjallastefnunnar. Á þessu ári hefur hún unnið að skólaþróun í alþjóðaskóla í Marokkó.


Fjölskyldu- og barnvæn námskeið hennar, sem og kennaranámskeið, hafa vakið lukku bæði hér heima og erlendis.

 

Einkunnarorð Samleiks

Listir - náttúra - upplifun

 
IMG_4320.JPG

Samleikur

Skapandi vettvangur fyrir börn, fullorðna og fjöskyldur

 

Allir þurfa tækifæri til að dansa, syngja, hlusta, vera skapandi og tjá sig í leik en það er sérstaklega mikilvægt fyrir þroska barna.

 

Tónlistarupplifun er þroskandi

Vagg og vísur

vagghopur.jpg
 

6607661

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Samleikur. Proudly created with Wix.com

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now
IMG_5029_edited.jpg