Kvennahringur í hálendisperlu

Lónsöræfi

Leitað inn á við í faðmi náttúrunnar.

Fimm daga ferð vikuna 3.- 7.ágúst 2020 / Þrír dagar (einnig möguleiki)

Gist í skálanum Aski undir Eskifelli í skjóli Vatnajökuls.

IMG_9347.JPG

Tónar - möntrur - ilmkjarnaolíur frá Marokkó - jurtaríki - steinaríki - sköpun - jógateygjur - öndunaræfingar  - gangandi hugleiðslur - sjálfstyrking - hjartaopnandi Maya kakaó - fossaböð - hópefli - skógarböð - gagnræður - eldar - spáspil

Berglind Björgúlfsdóttir leiðir og veitir innblástur í þessari ferð í tengingu við óbilandi krafta öræfanna. Berglind notar shamanískar leiðir, úr arfleifð Inka, þar sem unnið er markvisst með náttúrunni að heilindum og samhljómi við sköpunarverkið.

110301325_304462997575526_1638014300930043241_n_edited.jpg

Heilsuferð í léttleika og gleði með næringu fyrir líkama og sál. Rými verður gefið fyrir hið óvænta í samhljómi við náttúruöflin. Göngum eftir veðri og vindum og skoðum helstu perlur svæðisins. Við leyfum okkur að staldra við og dvelja með krafti óbyggðanna, við gljúfur, gil og fossa, umlukin jöklum og stórskornum ævafornum eldstöðvum. Náttúran heilar og nærir; höfuðkraftarnir eldur - vatn - loft - jörð hjálpa við að losa það sem þjónar ekki tilgangi lengur. Frábært tækifæri til að hlúa að sjálfum sér og upplifa stórbrotnar óbyggðir í einlægni, frelsi og stundum í einveru.

Verð 68:000kr, Sérstakur kynningarafsláttur 57.800kr fimm dagar,  þrír dagar 30.600kr.

  

Innifalið í verði: fararstjórn, gisting í fjórar nætur, rútuferðir yfir Jökulsá í Lóni, rúta í dagsferð, 

morgun- og kvöldverður (grænmetisfæði), kaffi og te.

(Hægt að nýta sjóði stéttarfélaga og skipta greiðslum.)

Skráning á samleikur@gmail.com

Staðfestingargjald 11.000kr. Upplýsingar í síma 660-7661


Gróf dagskrá, birt með fyrirvara um breytingar:

Stuttar göngur en staldrað við til að skapa, íhuga, baða sig, njóta einveru, gera æfingar eða dreypa á Maya kakaói með fallegum ásetningi. 

Dagur 1 

Brottför frá Stafafellskirkju kl. 12 á hádegi, mánudaginn 3.ágúst. Áætlaður komutími í skála 13:00,  14:00 Kvennahringur opnaður,  hópefli, gengið að eyðibýlum og útsýnispunkti á Eskifelli.  (2-4 klst. ganga). Gagnræður, sköpun. 

Dagur 2

Öndunaræfingar, jógateygjur, gengið inn í Jökulsárgljúfur (2-4klst. ganga). Hugleiðslur, æfingar, eldathöfn á fullu tungli.

Dagur 3

Öndunaræfingar, jógateygjur, 10:00 rúta sækir hópinn í dagsferð að Illakambi. Gengið niður illakamb í Kollumúla og Víðagil, fossaböð, í lok dags, ekið til baka í gististað frá Illakambi.

Dagur 4 

Öndunaræfingar, jógateygjur, 10:00 gengið umhverfis Stórahnaus og skoðuð litadýrð líparíts í giljum. (2-3klst. ganga). 

Dagur 5

Öndunaræfingar, teygjur, kvennahring lokað, skáli þrifinn. 10:00 Gengið í átt til byggða yfir göngubrú á Jökulsá í Lóni sem leið liggur í gegnum Austurskóga. 10km.(2-3klst. ganga) Rúta sækir hópinn í sumarbústaðahverfi. Komið aftur að Stafafelli föstudaginn 7.ágúst kl.13:30. Sundferð og borðað á Höfn áður en leiðir skiljast. :))