Kvennahringur - göngur og leitað inn á við í faðmi náttúrunnar
Fimm daga ferð vikuna 3.- 7.ágúst 2020 / Þrír dagar (einnig möguleiki)
Gist í skálanum Aski undir Eskifelli í skjóli Vatnajökuls.
Tónar - möntrur - ilmkjarnaolíur frá Marokkó - jurtaríki - steinaríki - sköpun - jógateygjur - öndunaræfingar - gangandi hugleiðslur - vatnsböð - sjálfstyrking - hjartaopnandi Maya kakaó - hópefli - skógarböð - gagnræður - eldar - spáspil
Berglind Björgúlfsdóttir leiðir og veitir innblástur í þessari ferð í tengingu við óbilandi krafta öræfanna. Berglind notar shamanískar leiðir, úr arfleifð Inka, þar sem unnið er markvisst með náttúrunni að heilindum og samhljómi við sköpunarverkið.
